Sláturhúsið Refsstað

Sláturhúsið Refsstað var sett upp árið 2024 í kjölfar lokunar á Sláturhúsi Vopnafjarðar. Fjósi á bænum, sem hafði verið ónotað í nokkur ár, var breytt í sláturhús. Breytingin var möguleg þar sem mikil reynsla var á bænum um að setja upp sláturlínur, bæði hjá Skúla og Þórði. Skúli og Gíslína dóttir hans hafa mikla reynslu af gæðakröfum eftirlitsins um hvað þarf að vera í lagi og nýttist það einnig við uppsettningu og breytingar. Settir voru upp 2 frystiklefa í "hlöðunni" og einnig var keyptur frystigámur til að geyma kjöt fyrir aðra bændur sem slátra hjá okkur.  Sú sérstaða er hjá okkur að við framleiðum okkar eigið rafmagn sem gerir okkur kleift að reka þessar frystigeymslur á minni kostnaði en aðrir, og ekki hafa allir þeir bændur sem kaupa af okkur slátrun, þriggja fasa rafmagn heimavið, og geta því ekki sett sjálfir upp frystigeymslur af þessari stærð. Sú stefna er hjá sláturhúsinu að reyna að nýta sem mest af afurðum sem koma af slátrun, til að minnka bæði kostnað við urðun og auka svokallað "hringrásarhagkerfi", þar sem efni fer ekki til spillis. Þetta gerum við meðal annars með því að leiða gor úr vömbum í haughúsið, sem við getum svo borið á okkar eigin tún. Hluti vamba er svo hreinsaðar til að nýta í sláturgerð. Við svíðum okkar hausa sjálf, og seljum. Sviðin eru sviðin og þrifin á "gamla mátann" og erum við mjög þakklát fyrir þá sem kunna það að meta. 

Illustration

Hér eru tvær myndir, teknar frá sama sjónarhorni, við byrjun framkvæmdar í febrúar 2024, og við lok slátrunar í nóvember 2024. Mikil breyting hefur orðið á rýminu. Oft var flókið að reka bæði sauðfjárbú, á háannatímum þess, í sauðburði og heyskap t.d. og vera í þessum framkvæmdum, en þrátt fyrir stuttan tíma, náðum við að hefja fyrstu slátrun 30.september 2024.