Takk fyrir!
Þú verður fyrstur til að heyra nýjustu fréttir.
Lambaskrokkar
Við erum bara að selja lambakjöt í heilum skrokkum, þ.e.a.s. að ef keypt er lambakjöt, þá er það í skrokkum talið, þótt það sé svo hægt að fá það svo niðursagað, ýmist eftir þeim tveim standard sögunum sem við bjóðum upp á Vopnafjarðarsögun - annað læri heilt, hitt lærið í lærisneiðar, hryggur heill, 8 grillsneiðar úr framparti rest í súpukjöt. Klassísk sögun - bæði læri heil, hryggur heill, frampartur í súpukjöt. Einnig er hægt að biðja um sérstaka sögun, en það er þá 100kr/kg í viðbót. Einnig er hægt að biðja okkur um úrbeinað lambakjöt en það er bara afhent pakkað í lofttæmdar umbúðir, án slaga.
Við kaup á lambakjöti hjá okkur, geturðu valið hvort það er pakkað í lofttæmdar umbúðir, sem er þá á grunnverðinu, eða ef þú hefur hug á að pakka því sérstaklega þegar þú færð það, geturðu fengið það ópakkað í kassa, en það er þá 200 kr/kg ódýrara.
Lambakjötið er verðlagt eftir kg, og er það þá vigtað heilt í skrokkum eftir slátrun. Þú færð svo reikning í tölvupósti og rukkun í heimabanka um þau kg sem þinn skrokkur er. Þú velur í pöntunarkerfi, á hvaða vigtarbili þú vilt þinn skrokk.
Folaldakjöt
Folaldakjöt er mjög gott kjöt, sem lýsir sér á milli villibráðar og nautakjöts, og mjög oft gott að nota uppskriftir fyrir slíkt kjöt þegar elda á folaldakjöt. Folaldakjöt er selt frá okkur í 1/2 skrokkum, þar sem hvor helmingur er oft 35-55 kg með beini, eftir því hvað folaldið er stórt. Beinlaust er það því 20-25 kg, eitt og eitt minna eða meira. Hægt er að taka fram í athugasemdum ef áhugi er á frekar minni eða stærri skrokk. Hægt er að fá folaldið afgreitt með beini, þá er það afhent ferskt (ekki frosið), og þú þarft að úrbeina það og vinna eins og þú vilt. Hægt er að fá folaldið afgreitt beinlaust, þá er það afhent ferskt (ekki frosið), aðeins grófflokkað í þunna poka til aðskilnaðar á hvaða hluti skrokksins er hvað, og þú þarft að klára að hluta það í sundur, vinna og pakka eins og þú vilt. Hægt er að fá folaldið afgreitt beinlaust, hlutað sundur, hakkefni hakkað, gúllas sérstaklega og pakkað í lofttæmdar umbúið, þá afhent frosið eða ferskt. Hægt er að velja hvort fara 500 g eða 1000g í poka af hakki og gúllasi.
Úrbeinað lambakjöt
Úrbeinað lambakjöt getur verið einfaldara að geyma, þar sem beinin taka töluvert pláss. Úrbeinaður frampartur getur verið gúllaskjöt, eða hægt að nýta í sömu hluti og súpukjöt, en vissulega er oft minna bragð af beinlausu soði. Við notum úrbeinaða framparta mikið í kjöt í karrý og kjötsúpu. Úrbeinaður hryggur er fille og lund saman, og oft lítið af síðunni með. Vanda þarf að elda ekki fille of mikið, svo hún verði ekki þurr, en hægt er að nýta soue vide tækni, eða lágan ofnhita til að varast það vandamál. Úrbeinuð lambalæri taka minna pláss og minni eldunartíma, og ábending frá kokki er að "fletja þau út", þá eldast þau jafnt.