Heill lambaskrokkur niðursagaður í Vopnafjarðarsögun (annað læri heilt, hitt í sneiðar, hryggur heill, 8 grillsneiðar úr framparti rest í súpukjöt).
Lambakjöt er afgreitt eftir vigt, þú velur vigtarbil, við förum og náum í skrokk og sögum og sendum þér reikning í tölvupósti og rukkun í heimabanka fyrir, greiðsla á sér stað áður en kjötið er sent/afhent.
Sjálfgefið er að fá kjötið vaccumpakkað, en ef valið er nei þar, þá kemur kjötið ópakkað, bara í stórum glærum poka inn í kassa, frágangur fyrir geymslu er þá á kaupenda.
Slög fylgja bara skrokkum með sem ekki er pakkað í lofttæmdar umbúðir, nema beðið sé um þau sérstaklega, og þau eru þá sett ofan á hitt í kassann, ekki vaccumpökkuð.