Lambaskrokkur sem er sagaður niður eftir beiðni.
T.d.
Taka læri í tvennt
Taka hálft læri í lærissneiðar
Taka hrygg í tvennt
Hálfan hrygg í kótilettur
Einnig er hægt að biðja sérstaklega um að fá úrbeinaðann skrokk, en þá þarf að taka fram hvernig hann á að vera hlutaður niður og hversu þungir sirka hverjir partar eiga að vera ef ekki bara
læri í sitthvorn pokann, fille og lund í poka, og frampartur í tvo poka.
Lambakjöt er afgreitt eftir vigt, þú velur vigtarbil, við förum og náum í skrokk og sögum og sendum þér reikning í tölvupósti og rukkun í heimabanka fyrir, greiðsla á sér stað áður en kjötið er sent/afhent.
Sjálfgefið er að fá kjötið vaccumpakkað, en ef valið er nei þar, þá kemur kjötið ópakkað, bara í stórum glærum poka inn í kassa, frágangur fyrir geymslu er þá á kaupenda.
Slög fylgja bara skrokkum með sem ekki er pakkað í lofttæmdar umbúðir, nema beðið sé um þau sérstaklega, og þau eru þá sett ofan á hitt í kassann, ekki vaccumpökkuð.