Folaldakjöt er mjög gott kjöt, sem lýsir sér á milli villibráðar og nautakjöts, og mjög oft gott að nota uppskriftir fyrir slíkt kjöt þegar elda á folaldakjöt.
Sölueining er hálfur folaldaskrokkur, algeng þyngd er þá 40-55 kg með beini, 20-25 kg úrbeinað.
Folaldið er afgreitt með beini, þá er það afhent ferskt (ekki frosið), og þú þarft að úrbeina það og vinna eins og þú vilt.
Mjög takmarkað magn í boði, og hægt að forpanta hér, en afhending verður í ágúst og nóvember.