Folaldakjöt er mjög gott kjöt, sem lýsir sér á milli villibráðar og nautakjöts, og mjög oft gott að nota uppskriftir fyrir slíkt kjöt þegar elda á folaldakjöt.
Sölueining er hálfur folaldaskrokkur, 20-25 kg úrbeinað.
Folaldið er afgreitt beinlaust, hlutað sundur, fille, lund, steikur, gúllas og hakk sem pakkað er í lofttæmdar umbúðir og afhendist frosið.
Mjög takmarkað magn í boði, og hægt að forpanta hér, en afhending verður í ágúst og nóvember.